Bjarni hættir í Skaftárhreppi

Bjarni Daníelsson ætlar að hætta sem sveitarstjóri Skaftárhrepps á næsta kjörtímabili. Í samtali við Sunnlenska sagðist hann byrjaður að skoða atvinnuauglýsingar.

„Af persónulegum ástæðum gef ég ekki kost á mér áfram,“ sagði Bjarni sem hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. „Ég hef haft mjög gaman af þessu og kem til með að fara héðan reynslunni ríkari.“