Bjarni Geir til liðs við FSu

Nokkrir leikmenn skrifuðu undir samninga við körfuknattleiklið FSu fyrir komandi leiktíð í Iðu í vikunni. Þar var um nokkrar endurnýjanir að ræða og einn nýr leikmaður skrifaði undir hjá félaginu.

Nýjasti leikmaður FSu er Bjarni Geir Gunnarsson en hann kemur til félagsins frá Val. Bjarni er ungur og efnilegur leikmaður en hann er fæddur árið 1995 og skoraði 10 stig að meðaltali með valsmönnum síðastliðin vetur og tók 3,7 fráköst.

Leikmennirnir sem hafa ákveðið að endurnýja samninga við félagið eru: Hlynur Hreinsson, Ari Gylfason, Maciej Klimaszewski, Svavar Stefánsson, Arnþór Tryggvason, Birkir Víðisson og Geir Helgason.

Bjarmi Skarphéðinsson framkvæmdarstjóri og Erik Olson aðalþjálfari gengu frá samningum við leikmennina og heyrst hefur að þeir séu ekki hættir að sveifla pennanum góða og frekari fréttir séu væntanlegar á næstu dögum í leikmannamálum.