Bjarney leiðir Á-listann

Á-listinn í Hrunamannahreppi býður nú fram í þriðja skipti í komandi sveitarstjórnarkosningum. Bjarney Vignisdóttir, hjúkrunarfræðingur í Auðsholti, leiðir listann.

Á-listinn fékk tvo hreppsnefndarmenn kjörna í kosningunum árið 2010 en þá leiddi Esther Guðjónsdóttir listann. Hún gefur ekki kost á sér núna, en skipar heiðurssæti listans.

Listinn er þannig skipaður:

1. Bjarney Vignisdóttir, hjúkrunarfræðingur, Auðsholti 6
2. Erla Björg Arnardóttir, garðyrkjufræðingur, Högnastígur 14
3. Elvar Harðarson, vinnuvélastjóri, Ásastíg 12a
4. Þröstur Jónsson, húsasmíðameistari, Högnastígur 8
5. Jón Gunnar Sigurðarson, múrari, Suðurhofi 6
6. Katrín Ösp Emilsdóttir, garðyrkjufræðingur, Smiðjustíg 17b
7. Bozena Maria Jozefik, veitingamaður, Högnastíg 6
8. Bjarni Arnar Hjaltason, búfræðingur, Borgarási 2
9. Kristín Garðarsdóttir, ellilífeyrisþegi, Austurhofi 6
10. Esther Guðjónsdóttir, bóndi, Sólheimum

Fyrri greinEyrún Björg: Af hverju framboð?
Næsta greinGuðjón Óskar: Horfum til framtíðar