Bjarki Már funheitur gegn Alsír

Bjarki Már Elísson. Ljósmynd/HSÍ

Selfyssingurinn Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Ísland lagði Alsír 39-24 á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi í kvöld.

Bjarki Már fékk tíu í sóknareinkunn í leiknum en hann skoraði 12 mörk í leiknum, þar af sjö úr vítaköstum. Elvar Örn Jónsson og Ómar Ingi Magnússon komust ekki á blað í kvöld og Janus Daði Smárason var ekki í leikmannahópnum.

Íslendingar völtuðu yfir slaka Alsíringa í kvöld, staðan í hálfleik var 22-10 og þá hafði Bjarki Már skorað 9 mörk úr 9 skotum.

Næsti leikur Íslands er gegn Marokkó á mánudag kl. 19:30.