Bjarg féll úr Steinafjalli

Vatnavextir voru í liðinni viku í umdæmi Hvolsvallarlögreglunnar og þá sérstaklega í ánum undir Eyjafjöllum.

Mikið var í Holtsá og einnig í Svaðbælisá. Vegurinn fór í sundur við Ásólfsskálahringinn og einnig við Raufarfellshringinn.

Tilkynnt var um að bjarg hafi fallið niður úr Steinafjalli sem er austan við Holtsósinn. Hafði það farið yfir veginn án þess að valda skemmdum á honum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli.