Bjarg byggir tíu íbúðir í Hveragerði

(F.v.) Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Hvergerðisbæjar, Baldur Pálsson frá Eðalbyggingum, Björn Traustason frá Bjarg íbúðafélagi, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðsbæjar, Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður hjá Bjargi íbúðafélagi, Árný Erla Bjarnadóttir og Rakel Þórðardóttir frá Fossi stéttafélagi og Höskuldur Þorbjarnarson umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Í vikunni var tekin skóflustunga að tveimur fimm íbúða raðhúsum Bjargs íbúðafélags við Langahraun í Hveragerði.

Það eru Eðalbyggingar sem sjá um framkvæmdina og er áætlað að húsin verði afhent í ágúst og október á næsta ári. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúðir í sérbýli með litlum garði og fylgja tvö bílastæði hverri íbúð.

Bjarg hefur opnað fyrir umsóknir um íbúðirnar. Úthlutun geta þeir einir hlotið sem hafa verið virkir á vinnumarkaði og eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB.

Fyrri greinSkellt í lás í Hrunamannahreppi
Næsta greinVarað við ferðum á Grímsfjall