Biskupstungnabraut lokuð vegna malbikunarvinnu

Mynd úr safni. Ljósmynd/Hlaðbær Colas

Biskupstungnabraut verður lokuð á milli Borgar og Svínavatns frá klukkan 8 á þriðjudagsmorgun og fram á miðvikudag vegna malbikunarframkvæmda.

Um er að ræða 2,5 km kafla frá hringtorginu við Borg í átt að Svínavatni. Vísað verður á hjáleið um Sólheimaveg meðan á lokuninni stendur.