Biskupstungnabraut lokuð í tvo daga

Mynd úr safni. Ljósmynd/Hlaðbær Colas

Stór hluti Biskupstungnabrautar verður lokaður vegna malbikunarframkvæmda þriðjudaginn 10. ágúst og miðvikudaginn 11. ágúst, ef veður leyfir.

Veginum verður alveg lokað á milli Suðurlandsvegar og Þingvallavegar, hjáleiðir verða um Suðurlandsveg, Skeiðaveg, Skálholtsveg og Biskupstungnabraut. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 9:00 á þriðjudag til kl. 17:00 á miðvikudag.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Fyrri greinHeiðrún Anna í 3. sæti á Íslandsmótinu
Næsta greinHSK/Selfoss bikarmeistari 15 ára og yngri