Biskupstungnabraut verður lokuð í dag, þriðjudaginn 2. september, á milli Suðurlandsvegar og Kersins vegna malbikunarframkvæmda.
Hjáleið verður um Skeiðaveg og Skálholtsveg.
Til stendur að malbika Biskupstungnabraut við gatnamótin á Þingvallavegi. Áætlað er að framkvæmdirnar muni standa frá klukkan 9 til klukkan 20.
Þá verður umferð um Þingvallaveg takmörkuð í dag á milli 6 og 17 þar sem verið er að koma niður umferðarnemum vegna hraðamyndavéla rétt austan við Þjónustumiðstöðina. Umferðarhraðinn verður tekinn niður í 30 km/klst á framkvæmdasvæðinu.
