FRESTAÐ: Biskupstungnabraut lokuð á þriðjudag

Mynd úr safni. Ljósmynd/Hlaðbær Colas

Uppfært kl. 12:56: Vegna veðurs hefur verið ákveðið að hætta við framkvæmdir á Biskupstungnabraut á morgun 2. nóvember.

——

Þriðjudaginn 2. nóvember er stefnt á að malbika Biskupstungnabraut á 2,1 km kafla frá Kolgrafarhól að Kerinu í Grímsnesi.

Veginum verður alveg lokað á milli Þingvallavegar og Kersins og hjáleið verður um Búrfellsveg. Umferð frá Vaðnesvegi verður hleypt niður Biskupstungnabrautina í byrjun verks en síðan verður lokað þar.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 7:00 á þriðjudagsmorgun til kl. 1:00 aðfaranótt miðvikudags.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Fyrri greinÚlfar Örn listamaður mánaðarins
Næsta greinEngar íþróttaæfingar á Selfossi