Biskupstungnabraut lokað við Reykholt

Vegagerð. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fimmtudaginn 23. ágúst er stefnt á að malbika báðar akreinar á Biskupstungnabraut í gegnum Reykholt.

Veginum verður lokað, hjáleiðir settar upp og umferð stýrt.

Umferð sem kemur að norðanverðu verður send í gegnum Bræðratunguveg yfir á Skeiða- og Hrunamannaveg en þeim sem eiga erindi inn í Reykholt verður þó hleypt í gegn.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:00 til kl. 22:00.

Fyrri greinSelfoss fær örvhentan hornamann
Næsta greinÍbúafundur um sorpurðun í Ölfusi