Biskupstungnabraut lokað vegna umferðarslyss

Harður árekstur varð á mótum Biskupstungnabrautar og Búrfellsvegar á þriðja tímanum í dag og var Biskupstungnabraut lokað í kjölfarið. Búið er að opna veginn aftur

Tveir jeppar, sem komu úr gagnstæðum áttum, lentu í árekstri og voru sjö manns fluttir á sjúkrahús. Einn þeirra er nokkuð slasaður.

Lögreglan á Selfossi rannsakar tildrög slyssins.