Biskup úrskurðar sr. Óskari í vil

Biskup Íslands hefur ákveðið að daglegt kirkjustarf í Selfosskirkju verði í höndum sr. Óskars H. Óskarssonar en ekki sóknarprestsins sr. Kristins Á. Friðfinnssonar.

Prestarnir höfðu gert samkomulag sín á milli um skiptingu starfa en ágreiningur var um umsjón með daglegu kirkjustarfi við Selfosskirkju.

Áður en biskup tók ákvörðun í málinu höfðu bæði prófastur og vígslubiskup reynt að miðla málum án árangurs.

Í yfirlýsingu biskups kemur fram að eðlilegt sé að báðir prestarnir hafi skrifstofu í safnaðarheimili Selfosskirkju.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu. PANTA ÁSKRIFT.

Fyrri greinÍbúafundur á Hvolsvelli í kvöld
Næsta grein„Þurfum toppleik í kvöld“