Biskup prédikar í Hruna

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari í Hrunakirkju í sérstakri hátíðarmessu sem þar fer fram sunnudaginn 29. nóvember í tilefni 150 ára vígsluafmæli kirkjunnar.

Hefst messan kl. 14 en auk biskups þjóna þar einnig vígslubiskup, prófastur og sóknarprestur. Tveir fyrrverandi sóknarprestar í Hruna lesa ritningarlestra. Þá verður nýtt altarisklæði tekið í notkun og kirkjukórinn frumflytur sálminn Hrunakirkja sem sérstaklega var ortur í tilefni afmælisins, en það er Magga Brynjólfsdóttir í Túnsbergi sem orti sálminn og lagið er eftir organistann, Stefán Þorleifsson.

Að lokinni messu verður bryddað upp á afmælisdagskrá í félagsheimilinu á Flúðum og í tilkynningu sóknarnefndar er bent á að allir séu velkomnir.

Fyrri greinHanna best á móti Noregi
Næsta greinViðar Örn kínverskur bikarmeistari