Birna ráðin skólastjóri Hvolsskóla

Birna Sigurðardóttir hefur verið ráðin skólastjóri Hvolsskóla í Rangárþingi eystra. Birna hefur verið deildarstjóri og staðgengill skólastjóra í Hvolsskóla undanfarin ár.

Birna er Rangæingur og búsett á Hvolsvelli.

Umsóknarfrestur var til og með 20. mars en alls bárust sjö umsóknir um starfið. Sveitarstjórn fór yfir allar umsóknir og tóku fjóra umsækjendur í viðtal.

Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri skýrði frá ráðningunni í Hvolsskóla í morgun að viðstöddum öllum nemendum og starfsfólki skólans.

Fyrri greinBanaslys á Biskupstungnabraut
Næsta greinGuðmundur hættir sem mjólkurbússtjóri