Birna Guðrún ráðin leikskólastjóri

Birna Guðrún Jónsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Brimvers/Æskukots á Eyrarbakka og Stokkseyri frá og með 1. janúar næstkomandi.

Hún tekur við starfinu af Sigríði Birnu Birgisdóttur, sem hefur verið ráðin leikskólastjóri í Goðheimum á Selfossi.

Birna Guðrún er með B.Ed. próf í leikskólakennarafræðum og 60 eininga viðbótarnám í menntastjórnun og matsfræði auk þess sem hún er með með tvö leyfisbréf, sem leikskólakennari og grunnskólakennari.

Hún hefur verið aðstoðarleikskólastjóri Jötunheima á Selfossi og frá 1. október 2019 hefur hún starfað þar sem leikskólastjóri í leyfi Júlíönu Tyrfingsdóttur. Birna Guðrún hefur einnig starfað sem leikskólakennari og deildarstjóri í fleiri leikskólum Árborgar og í Kerhólsskóla og áður sinnti hún stjórnunarstörfum í leikskóla Vesturbyggðar.

Fyrri greinPrófkjör hjá framsóknarfólki í Suðurkjördæmi
Næsta greinFlest hraðakstursbrotin í V-Skaftafellssýslu