Birkir Snær settur landgræðslustjóri

Birkir Snær Fannarsson. Ljósmynd/Landgræðslan

Um síðustu mánaðamót lét Árni Bragason af störfum sínum sem landgræðslustjóri vegna aldurs. Við starfi hans tekur Birkir Snær Fannarsson en Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur sett hann í embætti til áramóta.

Birkir, sem er frá Hellu, er lögfræðingur stofnunarinnar og hefur verið staðgengill landgræðslustjóra frá 1. desember síðastliðnum. Hann verður væntanlega síðasti landgræðslustjórinn í sögu stofnunarinnar en um næstu áramót munu Landgræðslan og Skógræktin sameinast í nýrri stofnun sem nefnist Land og skógur.

Í tilkynningu frá Landgræðslunni er Árna þakkað frábært starf í þágu stofnunarinnar á tímum þar sem umfang og fjöldi verkefna hefur aukist ört. Landgræðslan hefur, undir stjórn Árna, unnið að fjölmörgum landgræðslutengdum verkefnum og árangur starfsins víða með besta móti.

Fyrri greinTíu Ægismenn náðu í stig
Næsta greinÞrjú HSK-met í Brúarhlaupinu