Birgir vill 2. sætið og Eygló fer í Kragann

Birgir Þórarinsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sækist eftir 2. sætinu á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Birgir sendi frá sér í morgun.

Birgir er búsettur á Vatnsleysuströnd en hann er fæddur og uppalinn í Keflavík.

Þá hefur Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, ákveðið að bjóða sig fram í 1. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar.

Fyrri greinFyrsta hálkuslysið í haust
Næsta greinStjórn LFS: Staða lögreglunnar á Suðurlandi