Birgir genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn

Birg­ir Þór­ar­ins­son, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, hef­ur sagt skilið við Miðflokk­inn og gengið til liðs við þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því fjóra þingmenn í Suðurkjördæmi en Miðflokkurinn engan.

Birg­ir rit­ar grein í Morg­un­blaðið í dag um vista­skipt­in.

Hann seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að hann hafi ráðfært sig við trúnaðar­menn Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi áður en hann lét af því verða að ganga til liðs við sjálf­stæðis­menn. Þar á meðal við Ernu Bjarna­dótt­ur, 2. mann á lista Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi og vara­mann sinn á þingi, sem einnig færir sig um set, taki hún sæti á þingi.

Klaust­ur­málið var kveikj­an
Vista­skipti Birg­is eiga sér nokk­urn aðdrag­anda, þótt at­b­urðarás­in hafi verið hröð í þess­ari viku. Að sögn Birg­is má rekja þau allt aft­ur til uppá­kom­unn­ar á Klaustri um árið, en hann for­dæmdi hana. Hann kveðst hafa vonað að um heilt hefði gróið síðan, en annað hafi komið í ljós. Hann hafi því að vand­lega yf­ir­veguðu ráði ákveðið að hann gæti ekki átt sam­leið með hinum þing­mönn­um Miðflokks­ins leng­ur.

Frétt mbl.is

Fyrri greinFyrsti sigur Hamars
Næsta greinSelfyssingar í hörðum slag fyrir vestan