Birgir blés af plötunni

Birgir Óskarsson tók sig vel út á snjóblásaranum í dag þar sem hann blés snjó af grunnplötu raðhúsalengjunnar sem verið er að byggja við Sólbakka á Hvolsvelli.

Það eru Hákon Mar Guðmundsson og hans menn í Húskörlum ehf. sem þarna byggja fimm íbúða raðhús. Grunnplata hússins er tilbúin og í dag var verið að undirbúa það að reisa grindina en það verður gert á morgun, miðvikudag, þar sem von er á góðri hláku.

Fimm íbúðir verða í raðhúsinu sem er staðsett í grennd við heilsugæsluna og dvalarheimilið Kirkjuhvol en ætlunin er að íbúarnir við Sólbakka geti nýtt sér þjónustu Kirkjuhvols