Bindin fram í febrúar

Ljósmynd/Aðsend

Í dag, 1.febrúar, hefst landsátakið Bindin fram í febrúar í níunda sinn á Íslandi. Átakið er hvatning til allra um að nota bindi í febrúarmánuði.

Markmið átaksins er að auka fjölbreytta bindanotkun á Íslandi í leik og starfi og að vekja athygli á því að bindi er hægt að nota bæði hversdagslega og við hátíðleg tækifæri óháð kyni, aldri og starfi. Átakið stendur yfir allan febrúarmánuð og er hægt að fylgjast með átakinu á Facebook síðu þess, facebook.com/bindinfram og á Instagram. Þar er hægt að skoða áhugaverð bindi, læra bindishnútagerð, læra um sögu binda, taka þátt í umræðu um bindi og senda inn bindamyndir.

Allir sem bindi geta valdið eru eru hvattir til að taka þátt með því að deila myndum og færslum á samfélagsmiðlum með millumerkinu #bindinfram.

Í tilkynningu frá aðstandendum átaksins segir að þrátt fyrir aldagamla hefð fyrir bindum hefur notkun þeirra farið smám saman minnkandi undanfarna áratugi. Það vill gleymast að hálsbindi henta bæði af hvaða kyni sem er við allar aðstæður, hvort sem er í skóla, vinnu, félags- eða einkalífi. Þau eru til af öllum stærðum og gerðum, litum og munstrum og hægt að nota á marga mismunandi vegu. Hálsbindi eru góð leið til þess að sýna smekklegt útlit, tjá tilfinningar, lífsskoðanir, áhugamál, starfsvettvang, kynferði og framtíðarþrár. Hálsbindi má nota hvenær og hvar sem er sem og hvernig sem er.

Fyrri greinKristrún til toppliðsins í Austurríki
Næsta grein„Hlakka til að kynnast bæjarbúum betur“