Bílvelta við Pétursey

Umferðaróhapp varð á Suðurlandsvegi við Pétursey í Mýrdal um tíu leytið í morgun þegar ung kona missti stjórn á bíl sínum í krapa með þeim afleiðingum að hann fór eina veltu utan vegar.

Konan var ein í bílnum og var hún flutt með sjúkrabíl á heilsugæsluna í Vík. Hún fékk að fara heim eftir læknisskoðun.