Bílvelta við Óseyrarbrú

Ökumaður fólksbifreiðar var fluttur á slysadeild í Fossvogi eftir að hann missti stjórn á bíl sínum við Óseyrarbrú eftir á þriðja tímanum í dag og valt nokkrar veltur.

Ökumaðurinn var einn á ferð en meiðsli hans eru talin minniháttar.

Hálka var á vettvangi og má leiða líkur að því að ökumaðurinn hafi ekki gætt nægilega vel að sér í hálkunni.

Fyrri greinLögreglan leitar að Stebba
Næsta greinMissti af SMS-i um innbrotið