Bílvelta við Múla

Fólksbíll valt við Múla í Biskupstungum í morgun. Tveir voru fluttir slasaðir til Reykjavíkur en þrír voru í bílnum.

Meiðsli fólksins eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglunnar á Selfossi. Tildrög slyssins eru óljós.

Þá var einn ökumaður tekinn í nótt grunaður um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Að öðru leyti var nóttin tíðindalítil hjá lögreglunni.