Bílvelta við Markarfljót

Um hádegi í gær valt jepplingur út af Þjóðvegi 1 vestan við Markarfljót.

Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku og krapa. Ökumaður og farþegi voru flutt af lögreglunni á Hvolsvelli á Heilsugæslustöðina á Hellu til skoðunar.

Bifreiðin var óökufær og var flutt á brott með kranabifreið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli. Þar má einnig lesa um bifreið sem ekið var á brúarstólpa við ánna Brest sem er ca. 20 km vestan við Kirkjubæjarklaustur.

Bifreiðin var óökufær eftir óhappið, en engin slys urðu á ökumanni sem var einn í bifreið sinni.

Annars var vikan góð hjá Hvolsvallarlöggunni en nú má fara að reikna með erfiðum akstursskilyrðum þar sem hálka getur komið án fyrirvara. Ökumenn eru hvattir til að fara varlega og sýna aðgæslu í umferðinni.

Gangandi vegfarendur eru hvattir til að nota endurskinsmerki og foreldrar til að fylgjast með að börnin noti endurskinsmerkin.