Bílvelta við Borg

Í morgun var víða hálka á vegum á Suðurlandi. Um klukkan hálf sjö missti ökumaður fólksbifreiðar stjórn á bifreið sinni á Biskupstungnabraut við Borg með þeim afleiðingum að hún fór útaf veginum og valt.

Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og hlaut hann minniháttar meiðsli. Vegfarandi sem átti leið um tók hann upp og ók með hann á heilsugæslustöðina á Selfossi.

Nú er hálka á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum enda snjóar á svæðinu. Hálka eða hálkublettir eru víða á Suðurlandi, jafnvel krap eða snjóþekja í uppsveitum.

Fyrri greinNýr Herjólfur kominn í hönnunarferli
Næsta greinKeypti vín fyrir unglinga