Bílvelta við Þingvelli

Einn var fluttur á slysadeild á Selfossi eftir bílveltu við Þingvelli síðdegis í gær. Töluverð ísing var á slysstað en ökumaður bílsins missti stjórn á honum í hálku.

Þá valt bíll vestan við Markarfljót laust eftir hádegi í gær. Tvær ungar konur voru í bílnum og sluppu þær án meiðsla en voru fluttar til skoðunar á heilsugæsluna á Hvolsvelli.

Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í slabbi. Bíllinn er mikið skemmdur.

Fyrri greinÖruggt en kaflaskipt gegn Fylki
Næsta greinStórsigur í bikarnum