Bílvelta í Selvogi

Bíll valt rétt við Selvogsbæina í Ölfusi um eittleytið í nótt.

Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl en er ekki talinn alvarlega slasaður.

Að sögn lögregluvarðstjóra eru tildrög slyssins óljós en flest bendi til að um óhapp sé að ræða.

Fyrri greinBaksviðspersónur eða örlagavaldar
Næsta greinEina ball ÁMS í sumar