Bílvelta í Hveradölum

Bíllinn á hvolfi, utan vegar í morgun. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður og farþegi í jeppabifreið sem valt útaf Suðurlandsvegi í Hveradölum í morgun sluppu með minniháttar meðsli.

Neyðarlínan fékk tilkynningu um slysið laust eftir klukkan átta í morgun en bíllinn var á leið upp Hveradalabrekkuna þegar ökumaðurinn missti stjórn á honum í krapa á veginum.

Bifreiðin er mikið skemmd og pallhýsi sem var á henni fór af pallinum og er ónýtt.

Fyrri greinSunnlensku liðunum spáð falli
Næsta greinGæsluvarðhalds krafist yfir báðum mönnunum