Bílvelta í Fljótshlíðinni

Jeppi hafnaði úti í skurði við Fljótshlíðarveg síðdegis í dag en ökumaðurinn, sem var einn á ferð, slapp ómeiddur.

Flughált var á veginum líkt og er á öllum hliðarvegum á Suðurlandi. Á Suðurlandsvegi eru víða hálkublettir. Beinir lögreglan á Hvolsvelli því til ökumanna að fara varlega við þessar aðstæður.

Jeppinn er töluvert skemmdur og varð að flytja hann af vettvangi á vörubílspalli.