Bílvelta í Þrengslunum

Ung stúlka slapp án alvarlegra meiðsla þegar hún missti stjórn á bifreið sinni í hálku og valt út fyrir veg í Þrengslunum um klukkan eitt í nótt.

Stúlkan var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til aðhlynningar. Hún er ekki alvarlega slösuð en bifreiðin fór nokkrar veltur og hafnaði á hvolfi.

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka og hálkublettir eru víðast hvar á Suðurlandi.