Bílvelta á Sólheimasandi

Ökumaður fólksbíls missti stjórn á bílnum á Sólheimasandi eftir hádegi í dag með þeim afleiðingum að bíllinn fór eina veltu og endaði á hvolfi utan vegar.

Ung kona ók bílnum og var hún flutt til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hvolsvelli en meiðsli hennar voru ekki talin alvarleg.

Bifreiðin er mikið skemmd.