Bílvelta á Skeiðavegi

Bílvelta varð á Skeiðavegi á tólfta tímanum í gærmorgun skammt frá Skeiðaréttum. Um var að ræða jeppabifreið sem valt eina veltu en ökumaðurinn virðist hafa misst stjórn á bifreiðinni sökum hálku.

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Flúðum voru boðaðir á vettvang með klippubúnað auk lögreglu og sjúkraflutningamanna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Slökkviliðsmennirnir skorðuðu bílinn og aðstoðuðu ökumanninn út úr honum á öruggan hátt.

Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar með sjúkrabíl.

Fyrri greinBókakynning á bókasafninu
Næsta greinChris Woods til liðs við FSu