Bílvelta á Skeiðavegi

Tveir erlendir ferðamenn sluppu ómeiddir eftir að bíll þeirra valt á Skeiðavegi skammt frá Skálholtsvegi um kl. 20 í kvöld.

Hálka var á vettvangi og missti ökumaðurinn stjórn á bílnum sem fór út fyrir veg og skemmdist mikið.

Mikil hálka er innanbæjar á Selfossi og um kl. 21 missti ökumaður stjórn á bíl sínum við nýja hringtorgið á Suðurlandsvegi í austurbæ Selfoss. Hann ók niður umferðarmerki í hringtorginu og skemmdi bíl sinn þónokkuð. Fleiri ökumenn áttu í vandræðum í hálkunni við nýja hringtorgið.

Lögreglan á Selfossi hvetur alla ökumenn til að sýna aðgát við akstur enda mikil hálka á vegum í sýslunni.

Fyrri greinLétt hjá Hamri í Sandgerði
Næsta greinLeikur Selfoss hrundi í seinni hálfleik