Bílvelta á Laugarvatnsvegi

Tveir erlendir ferðamenn sluppu án meiðsla þegar bílaleigubíll sem þeir voru á valt útaf Laugarvatnsvegi.

Slysið átti sér stað um kl. 13 og fór lögregla og sjúkralið á vettvang en ökumaður og farþegi voru lítið sem ekkert meiddir og hugðust halda ferð sinni áfram.

Lögreglan á Selfossi rannsakar tildrög slyssins en aðstæður til aksturs voru góðar á vettvangi.