Bílvelta á Eyrarbakkavegi

Ökumaður var fluttur á slysadeild eftir að hann velti bifreið sinni á Eyrarbakkavegi um kl. 4:30 í nótt.

Bíllinn lenti úti í skurði og þurfti að klippa toppinn af honum til þess að ná manninum út úr bílnum.

Maðurinn var einn á ferð en hann er grunaður um ölvun við akstur.