Bílvelta á Eyrarbakkavegi

Einn var fluttur á slysadeild á Selfossi eftir bílveltu á Eyrarbakkavegi til móts við afleggjarann að Stokkseyri á sjötta tímanum í dag.

Ökumaður bílsins var einn á ferð og slapp með minniháttar meiðsli.

Bifreiðin fór eina veltu og skemmdist töluvert. Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í hálku og krapa á veginum.

Fyrri greinSjálfstæðismenn telja á morgun
Næsta greinSelfoss tapaði stórt í Krikanum