Bílvelta á Eyrarbakkavegi

Frá vettvangi slyssins í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður fólksbíls var fluttur til aðhlynningar á slysadeild eftir bílveltu á Eyrarbakkavegi um klukkan 14 í dag.

Slysið varð á vinnusvæði á veginum við Stekka í Sandvíkurhreppi og virðist sem bílstjórinn hafi misst stjórn á bílnum á malarkafla og hafnað utan vegar.

Lögregla og sjúkralið mættu á vettvang ásamt tækjabíl frá Brunavörnum Árnessýslu. Bifreiðin er mikið skemmd.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.

Fyrri greinMyndaveisla: Mögnuð stemning í Sigtúnsgarði
Næsta greinUmhverfisverðlaun Árborgar veitt