Bílvelta á Þingvallavegi

Bílaleigubíll fór út af Þingvallavegi og valt um klukkan hálftvö í dag. Ferðamenn sem voru í bílnum sakaði ekki alvarlega.

Blindhríð og hálka er nú á Hellisheiði, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Hálkublettir eru á Sandskeiði og í Þrengslum en á Suðurlandi er víða nokkur hálka eða jafnvel snjóþekja.

Lögreglan hvetur ökumenn til að haga akstri eftir aðstæðum.