Bílvellir opna á ný

Baldur Þór Sigurðsson bifvélavirkjameistari hefur hafið rekstur á bifvélaverkstæðinu Bílvellir ehf að Ormsvöllum 7 á Hvolsvelli.

Verkstæðið rekur hann ásamt syni sínum Ívari Erni Baldurssyni og eiginkonu Örnu Þöll Bjarnadóttur, en Arna Þöll sér um allt bókhald fyrir verkstæðið.

Baldur vann áður hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti sem umsjónarmaður verkstæðis.

Að sögn Baldurs fer verkstæðið vel af stað og hefur verið nóg að gera þessar fyrstu vikur.

Fyrri grein280 þúsund plöntur gróðursettar í Hekluskógum
Næsta greinArna Ír: Það eru sjálfsögð mannréttindi að eiga eigið heimili