Bilun í hitaveitunni í Þorlákshöfn

Heitavatnslaust er í Þorlákshöfn. Unnið er að því að finna bilunina. Ekki er ljóst á þessari stundu hvenær vatnið kemst á að nýju.

Starfsfólk Orkuveitunnar vinnur nú að því að finna í hverju bilunin liggur. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að forðast slysahættu eða tjón þegar vatnið kemst á að nýju. Þá er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Lögnin frá Hjalla virðist vera í lagi en erfiðleikum bundið að koma dælum af stað. Unnið er að því að koma þeim í gang.

UPPFÆRT: Um miðnætti komst á heitt vatn að nýju í Þorlákshöfn. Útsláttur dæla á Bakka olli vatnsleysinu.

Fyrri greinÞorsteinn Björn íþróttamaður ársins
Næsta greinMarín varði Freyjumenið