Bilun í háspennulínu

Bilun kom upp í háspennulínu að Gunnarsholti á Rangárvöllum rétt eftir miðnætti í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagn fór víða af.

Að sögn RARIK á Suðurlandi fannst orsök bilunarinnar í morgun og komst rafmagn aftur á í kjölfar viðgerðar.

Vinnuflokkar eru enn að störfum til að tryggja að rafmagn fari ekki af svæðinu á ný.

Fyrri greinSmá og stór einkasöfn á safnarasýningu
Næsta greinBarnafatamarkaður í Pakkhúsinu