Bíll með þremur mönnum hafnaði í Sultartangalóni

Þrír menn voru um borð í jeppabifreið sem hafnaði ofan í Sultartangalóni í dag. Þeir komust af sjálfs­dáðum úr bíln­um og upp á garð við lónið.

Mbl.is greinir frá þessu.

Mennirnir voru fluttir með þyrlu á slysadeild Landspítalans en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var þyrla gæslunnar við æfingar skammt hjá þegar slysið varð.

Menn­irn­ir eru ekki slasaðir en einn þeirra var með verk fyr­ir brjósti. Ekki er vitað hvað olli óhappinu en mennirnir voru ásamt stærri hópi í jeppaferð.