Bíll mannsins fundinn

Leitarsvæðið hefur verið fært austur að Sólheimajökli eftir að bíll Svíans sem talinn var týndur við Fimmvörðuháls fannst við jökulsporðinn síðdegis í dag.

Nú hefur komið í ljós að maðurinn fór á bíl frá Reykjavík í gær og fyrir skammri stundu fannst bíllinn við sporð Sólheimajökuls.

Sólheimajökull er sprunginn og hættulegur yfirferðar og því verður eingöngu notast við reynt fjallabjörgunarfólk. Þyrla LHG mun einnig taka þátt í leitinni og fljúga yfir svæðið.

Aðstæður á leitarsvæðinu eru afleitar, mikil rigning og rok. Í heildina hafa 350 manns tekið þátt í leitinni.

Fyrri greinVinningshafar í happdrætti Menningar-veitunnar
Næsta greinSöluvænar eignir kortlagðar