Bíll gjöreyðilagðist í eldi

Rétt uppúr klukkan þrjú á sunnudag fékk Neyðarlínan tilkynningu um eld í fólksbíl á Eyrarbakkavegi á móts við Litla Hraun.

Ökumaður var einn í bílnum og komst ómeiddur út.

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu slökkti eldinn í bifreiðinni sem er gjörónýt eftir brunann.

Talið er að eldurinn hafi komið upp í vinstra afturhjóli.