Bíll brann til kaldra kola

Ökumaður og farþegi sluppu ómeiddir þegar jeppabifreið brann til kaldra kola á Tjarnarvegi í Biskupstungum um klukkan níu í gærkvöldi.

Ökumaðurinn varð var við gangtruflanir og stöðvaði bílinn til þess að athuga hvað væri á seyði. Þegar hann opnaði vélarhlífina gaus eldurinn upp.

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu í Reykholti var kallað á vettvang og var slökkvistarfi lokið um klukkan tíu.

Fyrri greinHefur blómlegt menningarlíf áhrif á búsetuval?
Næsta greinÞúsundasti gesturinn á Þrek og tár