Bílar í basli í Þrengslunum

Björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn var kölluð út í gærkvöldi til aðstoðar ökumönnum sem lentu í erfiðleikum á Þrengslavegi í afleitu veðri.

Hjálparbeiðni barst frá einum ökumanni en þegar sveitin kom á staðinn reyndust fleiri í erfiðleikum.

Björgunarmenn hjálpuðu öllum til byggða og upp úr því fór að hlýna og rigna.