Bílar frusu fastir við veginn

Ljósmynd/Kyndill

Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri aðstoðaði ferðamenn um kvöldmatarleitið í gærkvöldi sem voru í vandræðum við Núpa.

Ferðalöngunum var komið á hótel en bílarnir skildir eftir þar sem þeir höfðu frosið fastir við veginn vegna hita frá vélarrúmi. Um það leiti voru vindhviður við Lómagnúp yfir 50 m/sek.

Kyndill stóð vaktina í vegalokun í gær og fram á kvöld en þjóðvegur 1 er ennþá lokaður á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns vegna óveðurs.

Fyrri greinMinni velta á fasteignamarkaði en á sama tíma í fyrra
Næsta greinKlakastífla í Hvítá