Bílaleiga Selfoss endurnýjar hluta bílaflotans

Bílaleiga Selfoss fékk afhentar nýjar Toyota Auris bifreiðar í liðinni viku sem er hluti af endurnýjun bílaflotans hjá leigunni vegna mikillar aukningar í útleigu síðustu misserin.

Bílaleiga Selfoss, sem hefur þjónað Sunnlendingum í sextán ár, og segir Jóhann Þórisson að hann leggi áherslu á að vera með trausta og góða bíla sem og persónulega þjónustu.

„Þá er það nýjung hjá Bílaleigu Selfoss að bjóða bíla í A-flokki í fastri vetrarleigu, sem er einskonar tímabundin rekstrarleiga. Innifalið í slíkri leigu eru tryggingar, bifreiðagjöld, vetrardekk, smurþjónusta sem og almennt viðhald ásamt 15.000 km akstri yfir tímabilið. Mánaðarverð á slíkri leigu er 67.000 með vsk,“ segir Jóhann.

Fyrri greinViðar hættir ekki að skora
Næsta greinDýrbítur svæfður á Skeiðunum