Bílahönnuðir kepptu í BES

Síðastliðinn föstudag fór fram hönnunarkeppni við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES).

Nemendur í 10. bekk hafa verið að hanna bíla í vetur sem hafa það markmið að komast sem lengsta vegalengd.

Þrjú lið tóku þátt í keppninni og voru bílarnir mjög mismunandi. Keppnin fór þannig fram að nemendur sendu bílinn sinn af stað eftir ákveðinni braut og sá sem komst lengst var sigurvegari. Einnig voru veitt verðlaun fyrir frumlegasta bílinn.

Lára Björk Gunnlaugsdóttir hlaut fyrstu verðlaun þar sem hennar bíll komst lengst. Anita Ögn, Guðmunda Sjöfn, Bára Sif og Þórdís Ívarsdóttir hlutu verðlaun fyrir frumlegasta bílinn.

Stefnt er að því að hafa þessa keppni árlegan viðburð í BES. Mikill áhugi var fyrir keppninni og eru 9. bekkingar farnir að huga að því hvernig þeir ætla að hafa sinn bíl á næsta ári.

Markmiðið með þessu verkefni er að efla áhuga nemenda á raunvísindum og tæknifræði.

Fyrri greinPróflaus en með skírteinið í vasanum
Næsta greinKonur, skúr og karl